Laugardagur, 21. september 2013
Borgarstjórinn gerir lítið úr fólki með athyglisbrest.
Jón Gnarr hefur oft afsakað sig með athyglisbrestinum sínum og sagst lítið ráða við hvatvísina sem oft fylgir.
Kjarklaust fólk skýlir sér gjarna á bak við afsakanir af ýmsum toga og borgarstjórinn notar athyglisbrestinn til að réttlæta kjánaskapinn.
Það er undarlegt að ADHD samtökin skuli ekki hafa gert athugasemdir við þetta hjá Gnarrinum, en líklega þjást þau af sömu meðvirkni og aðrir borgarbúar. Það þorir enginn að gagnrýna borgarstjórann af ótta við að særa hann of mikið.
Þessi væll í stráknum er hvorki afleiðing eineltis né ADHD, þetta er persónulegur veikleiki sem ætti að fá hann til að forðast stjórnmál. En skynsemin virðist líka stundum af skornum skammti.
Ef menn eru fæddir til forystustarfa og hafa sterkan persónuleika þá hafa ýmis frávik engin áhrif. Winston Churchill var fyrirlitinn af föður sínum, hitti móður sína of sjaldan og gat aldrei lært. Einnig þjáðist hann af þunglyndi og kvíða alla tíð. En Churchill var mikilmenni, slíkir menn væla ekki eins og stungnir grísir þegar andað er á þá, heldur standa keikir, sama hvað á dynur.
ADHD segir ekkert um persónur fólks og það er ekkert sameiginlegt hegðunarmynstur hjá einstaklingum með ADHD.
Að lokum langar mig að segja frá einum vini mínum sem haldinn er ADHD og hvatvísi. Hann er búinn að læra sálfræði og viðskiptafræði, nú er það master í hagfræði. Þessi maður lítur ekki út fyrir að vera með ADHD.
Eitt sinn vorum við að ræða mannlífið og athyglisbrestur bar á góma. Þá sagði þessi ágæti maður að hann væri greindur snarklikkaður, með ADHD og hvatvísi á nokkuð háu stigi. Vitanlega varð ég hissa og hann sagðist oft þurfa að passa sig, en með stöðugri hreyfingu, góðu mataræði og reglulegum svefni, þá tekst að halda þessu niðri.
Jón Gnarr á ekki að nota ADHD eða hvatvísi sem afsökun fyrir sinni hegðun. Þá getur fólk haldið að allir með þessi frávik séu eins og hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 21. september 2013
Lýðræði - bara ef það hentar.
Fyrir síðustu kosningar talaði Jón Gnarr og Besti flokkurinn um mikilvægi þess að auka lýðræðið í borginni og taka tillit til allra skoðana. Þetta var sett fram með svo sannfærandi hætti að hægt var að efast um að þau yrðu svikin, þrátt fyrir loforð um að svíkja allt.
En orðheldni borgarstjórans er slík, að hann ákvað að svíkja fólk um lýðræðið líka, til að vera sjálfum sér samkvæmur að öllu leiti.
Okkur Grafarvogsbúum er enn í fersku minni þegar sameining skóla var keyrð í gegn og ekkert hlustað á mótmæli foreldra. Það og margt annað varð til þess að maður í hópi mestu ljúflinga sem ég hef kynnst, gat ekkert annað en kallað meirihluta borgarstjórnar "hyski". Já, lengi má brýna deigt járn til að það bíti.
Flestum þykir sextíu og níuþúsund manns talsverður fjöldi, ef tekið er tillit til manfjölda á Íslandi. En borgarstjórinn er orðinn víðsýnn mjög, eftir viðtöl við erlenda miðla og fjölda ferða til útlanda, þannig að honum finnst þetta ekkert mikið, hann bjóst við miklu fleiri undirskriftum en þetta. Sérstaklega í ljósi þess að mikil vinna hafði verið lögð í þetta.
Honum þykir hæpið að fólk hafi mikla þekkingu á flugvellinum. Þrátt fyrir að hafa setið sem flugfarþegi í mörgum ferðum til útlanda, þá er líklegt að atvinnuflugmenn hafi meiri þekkingu á flugvöllum en hann.
Flugvöllurinn skapar hundruði starfa, það er atvinnuleysi í Reykjavík, þó eflaust minna en á mörgum stöðum. Borgarstjórinn hefur kannski gert ráð fyrir nýjum störfum og reddað peningum til að byggja nýjan flugvöll í Reykjavík?
Þótt það sé á kostnað ríkisins, þá hefur það ekki efni á að byggja nýjan völl.
Töluvert færri en ég bjóst við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. september 2013
Er Jón Gnarr trúverðugur borgarstjóri?
Eitt sinn ákvað Jón Gnarr að rækta sambandið við Guð og gerðist kaþólskur. Ábúðarfullur á svip las hann hið heilaga orð og gerðist starfsmaður safnaðarins.
Þegar hann gerði símaauglýsinguna frægu leitaði pilturinn til biskups og spurði hann álits, svona til að fara ekki yfir strikið. Einhver púki kom í strákinn, þannig að hann birti auglýsinguna án þess að biskup fengi að sjá hana. Það varð talsvert mál úr þessu, en þá kvaðst Jón vera með trúboð. Áður hafði hann sagst vera grínengill, gerði sérstæðar helgimyndir úr dúkkum því hann kunni ekki að teikna.
Seint telst stefnufesta til höfuðkosta borgarstjórans, nú telur hann trúarbrögðin rót alls ills og efast um að Guð sé raunverulega til.
Hann náði kosningu með því að lofa að svíkja allt. Þar með komst hann í hóp orðheldnustu stjórnmálamanna sögunnar, en þjónar það hagsmunum borgarinnar að hafa borgarstjóra sem ásetur sér að svíkja allt og stendur við það?
Borgarstjóri gegnir sama hlutverki og framkvæmdastjóri fyrirtækis. Myndi einhver vilja ráða framkvæmdastjóra sem lofaði að svíkja allt sem hann stendur fyrir? Og hvaða eigandi stórfyrirtækis ræður æðsta stjórnanda sem vill helst ekkert annað en vera skemmtilegur og segja brandara?
Eflaust enginn, en hvernig stendur á því að borgarbúar vilja svona framkvæmdastjóra til að reka fyrirtækið sem við öll eigum saman?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. september 2013
Til hvers á ríkið að styrkja stjórnmálaflokka?
Ekki hefur það aukið traust á stjórnmálamönnum þótt stjórnmálaflokkar séu ríkisstyrktir og þeir hafi lítið svigrúm til að taka á móti háum styrkjum.
Svo er líka fáránlegt að framboð, sem ná ekki á þing en fá pilsnerfylgi hljóti milljónir úr opinberum sjóðum.
Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka eru dæmi um óþarfa bruðl, til að friða kjósendur en þeir friðast samt ekki neitt.
Verið er að fjalla um styrki frá LÍÚ til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, það er talið óeðlilegt að útgerðarmenn styrki þá meira en aðra flokka. Það er ekkert undarlegt við það, hverjum dettur í hug að styðja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum?
Við þurfum opna og gegnsæja stjórnsýslu, stjórnmálaflokkar eiga að gefa upp styrki sem eru hærri en ákveðið viðmið. Þá vita allir hver styrkir hvern og hversu mikið.
Svo er það flokkanna sjálfra að sýna að þeir standa fast á sínu og láta ekki múta sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. september 2013
Skoðum og ræðum eftirlitsiðnaðinn.
Eftirlitsiðnaðurinn hefur bólgnað út síðustu ár án þess að mikilvægi hans sé beinlínis sannað.
Er nauðsynlegt að hafa öflugt og kostnaðarsamt matvælaeftirlit?
Nú er það svo, að matvælaframleiðendur hafa flestir menntun í meðhöndlun matvæla, allir hafa þeir fólk sem býr yfir þessari þekkingu. Við höfum frjálsa samkeppni og það er dauðadómur fyrir framleiðsluna ef hreinlæti er ábótavant og veldur sýkingu.
Áður en matvælaeftirlitið var sett á fót, er þá hægt að segja að matareitranir hafi verið stærra vandamál á Íslandi en í öðrum löndum?
Fullt af konum stunduðu greiðasölu á heimilum sínum og seldu heitar máltíðir. Ekki er vitað til þess að fjöldi manns hafi veikst af matnum.
Innfluttur matur er viðurkenndur af eftirlitsstofnunum ESB og Bandaríkjanna, þjást Evrópumenn og kanar af stöðugum matareitrunum? Nei, við þurfum ekki að fylgjast með mat sem er viðurkenndur af öðrum ríkjum, ekki búa íslendingar yfir meiri þekkingu á þessu sviði eða meiri tækni en önnur lönd.
Samkeppniseftirlitið, hefur það skilað góðum árangri?
Við þekkjum dæmi um fyrirtæki sem þurfa að þola samkeppni við fjármagn ríkisins og lífeyrissjóða, þannig að samkeppnin er ekki eðlileg. Réttast er að spara í rekstri samkeppnisstofnunar og gefa samkeppni frjálsa.
Í stað þess að hafa rándýrar stofnanir sem ná aldrei að sinna sínu hlutverki til fulls, þá þurfum við einfaldar og skilvirkar reglur. Vitanlega eiga að vera hörð viðurlög við brotum matvælafyrirtækja, ef þau eru uppvís að of litlu hreinlæti, óeðlilegri merkingu osfrv., neytendur og frjáls samtök þeirra geta sinnt þessu eftirliti með hagkvæmari hætti en ríkið.
Vitanlega bregðast forstöðumenn allra stofnanna illa við allri umræðu á þessum nótum. Þeir eru sérfræðingar í að verja sín störf, það er alltaf áfall að missa atvinnuna og öryggið sem henni fylgir.
En er ekki betra að hugsa um heildarhagsmuni en atvinnuöryggi nokkurra manna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. september 2013
Ég hafna því að vera frjálslyndur og víðsýnn.
Samkvæmt gamalli og hefðbundinni merkingu tungumálsins telst ég vissulega frjálslyndur og víðsýnn maður.
En sérstæður hópur fólks hefur notað þessi hugtök í áróðursstríðinu, til þess að gera lítið úr þeim sem eru á öndverðum meiði.
Í þeirra huga teljast þeir eingöngu til frjálslyndra og víðsýnna, sem vilja ganga í ESB og búa við fjölmenningu.
Frjálslyndu augun mín horfa til allra ríkja veraldar og eiga bágt með að múlbinda sig við tæp þrjátíu ríki ESB.
Víðsýnin hvetur mig til að horfa á reynslu heimsins af fjölmenningu og hún er ekki góð.
Okkar helsti kostur er að við erum frekar einsleitt samfélag og laus við djúpstæðar og jafnvel aldagamlar deilur um landssvæði og önnur gæði. Þrátt fyrir að vera einsleitt samfélag, þá höfum við frekar vanþróaða umræðuhefð.
Frændur okkar í Danmörku og Svíþjóð iðrast þess eflaust að hafa verið svona frjálslyndir og víðsýnir varðandi innflytjendur. Það er ástandið slæmt, en hvernig yrði það á Íslandi?
Að taka þátt í umræðunni kennir manni ýmislegt. Þar sem ég er sjálfstæðismaður þá eru sumir fljótir að sjá mig út, telja mig skrifa eftir pöntunum frá Valhöll, hafa enga sjálfstæða hugsun osfrv.
Sá svæsnasti sem gegndi stöðu barnakennara á suðurlandi taldi best að kveikja í mér á Þingvöllum og vísaði í sorglegan voðaatburð sem gerðist fyrir rúmum fjörtíu árum síðan.
Sem betur fer láta menn nægja að notast við stóryrðin, það er ekki búið að kveikja í mér ennþá og ólíklegt að barnakennarinn láti verða af þeirri hótun. En því miður eru ekki allir hópar eins, til eru menn í útlöndum sem hóta ekki heldur framkvæma og myndu ekki víla fyrir sér að drepa fólk á hryllilegan hátt.
Við þekkjum athugasemdakerfi DV, þar segja menn svakalega hluti, en láta þar við sitja.
Hversu mikla hvatningu þurfa þeir frá mönnum sem eru vanir að láta verkin tala, til að framkvæma í stað þess að koma með grófar athugasemdir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. september 2013
Það er þá hægt að græða á þráhyggju og tapi.
Andstæðingar hvalveiða segja oft að Kristján Loftsson sé haldinn svo mikilli þráhyggju, að hann kjósi að tapa miklu til að geta veitt hvali.
Í ljósi þess, þá hlýtur Kristján að vera mesti snillingur veraldarsögunnar á sviði viðskipta.
Hefur nokkrum áður tekist að græða 681. milljón með því að tapa á þráhyggju?
Það væri gaman að fylgjast með árangrinum ef honum tekst að græða á hefðbundinn hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. september 2013
Hvernig taka múslimar á fordómum?
Af eðlilegum ástæðum eru margir uggandi yfir moskunni sem stendur til að byggja og telja að múslímar fari að sækja í sig veðrið á Íslandi.
Mögulega eru þetta fordómar, en um það er erfitt að fullyrða án vandaðrar umræðu sem endurspeglar öll sjónarmið.
Íslendingar eru fámenn þjóð og einsleit, það hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru þeir að það er minni hætta á djúpstæðum deilum sem leiða til bardaga, en hjá þjóðum sem búa margir ólíkir hópar. En gallinn er sá að þröngsýni ríkir oft í fámenninu og fordómar eru oft ríkjandi í svona samfélögum.
Múslímar verða að gera sér grein fyrir því að það eru margir óttaslegnir, ekki að ástæðulausu. Við þekkjum fréttir af heiðursmorðum hjá frændum vorum, einnig var fjallað um barnagiftingu í Noregi fyrir þremur árum, þar sem þrettán ára stúlka var gefin fullorðnum manni af múslímskum kennimanni. Þetta vegur ugg hjá fólki af eðlilegur sökum.
Talsmenn múslima á Íslandi vilja meina að þeirra hópur samlagist okkar þjóðfélagi nokkuð vel og standi hvorki í barnagiftingum né ofbeldisverkum af neinu tagi, heldur tali fyrir umburðarlyndi og kærleik.
Ekki eru forsendur til að rengja þetta ágæta fólk, en þau virðast ekki hafa nægjanlegan skilning á eðli þjóðarinnar. Einn úr hópnum benti á að ástæðan fyrir reiði múslima mætti rekja til fordóma og rætinna ummæla.
Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, að íslam hefur mjög slæma ímynd á vesturlöndum. Eflaust er það mikill minnihluti múslima sem haga sér illa, en þeir skemma því miður fyrir öllum.
Reiðin vegna skopmyndanna í Danmörku var vanhugsuð hjá múslimum. Þótt einhver kjósi að rægja trúarbrögð fólks, þá þýðir ekkert að gera veður út af því. Betra er að taka öllu með ró og skilja ástæðuna, sem er djúpstætt hatur margra á íslam, væntanlega tilkomið vegna voðaverka öfgamanna sem eru í minnihluta.
Fræðsla vinnur gegn fordómum, en hún dugar skammt til að eyða þeim.
Friðsöm og kærleiksrík breytni, ásamt umburðarlyndi gagnvart fordómum og hatri eru eina leiðin til að takmarka fordóma það mikið, að þeirra verður varla vart á vesturlöndum.
Ef maður tilheyrir einhverjum hópi sem inniheldur hryðjuverkamenn og illvirkja af ýmsu tagi, þá er eðlilegt að það bitni á saklausum.
Þegar sagt er "eðlilegt", þá er ekki verið að segja að það eigi að vera þannig.
En lífið er ekki og hefur aldrei verið réttlátt. Það eiga múslímar að vita og haga sér samkvæmt því.
Með því að taka rétt á fordómum og hatri, þá munu múslímar á Íslandi ná að lifa í friði og sátt við flesta landsmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 13. september 2013
Jafnaðarmenn með 30% fylgi?
Gjaldkeri Samfylkingar hneykslast mjög á okkur sjálfstæðismönnum og óttast það helst að við munum taka Mc Carthy gamla okkur til fyrirmyndar, með pólitískum hreinsunum.
Við viljum, að hans mati, knésetja alla sem eru jafnaðarmenn og rannsaka hvort einhver hafi þá lífskoðun í farteskinu. Eitthvað gengur honum erfiðlega að finna fjórtán atriði, til að vera viss um að við séum fasistar, en um Mc Carthyismann er hann sannfærður.
Svo greip Vilhjálm æði mikið og hann sagði að; "jafnaðarmenn hafa um 30% fylgi meðal kjósenda og meira en það á meðal háskólamenntaðra".
Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í ljósi þess að flokkurinn hans, sem kallar sig jafnaðarmannaflokk, skuli ekki hafa fengið meira en 12% fylgi.
VG er ekki hreinn jafnaðarmannaflokkur, hann er með sósíalísku ívafi og Björt framtíð, það er erfitt að átta sig á henni. Formaðurinn er stundum sósíaldemókrati, svo verður hann jafnaðarmaður og ef sá gállinn er á honum, þá er Guðmundur miðjumaður.
En með því að leggja saman tölur allra þessara þriggja, þá er hægt að komast í rúm 30%.
Nú, ef við gefum okkur að 30% þjóðarinnar séu jafnaðarmenn, þá ætti það að vera áhyggjuefni fyrir flokk jafnaðarmana ef aðeins helmingur þeirra treystir honum.
Eflaust liggur skýringin hjá gjaldkeranum og fleiri spunameisturum flokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. september 2013
Lærdómsmaðurinn mundar rakhnífinn.
Vitnandi í alda gamla heimspekikenningu sem kallast rakhnífur, kemst lærdómsmaðurinn og féhirðir Samfylkingar, Vilhjálmur Þorsteinsson að athyglisverðum niðurstöðum.
Rakhnífskenningin sagði honum að ég væri mataður af upplýsingum frá AMX og líka að Ragnhildur Kolka væri Skafti Harðarson í dulargervi, en pilturinn kann nú skil á fleiri kenningum en þessum enda víðlesinn bæði og fróður.
Til þess að sanna að við hægri menn í hópnum "Eftirlit með hlutleysi RÚV" séum fasistar notast hann við fjórtán atriði sem menn þurfa að uppfylla til að fá þennan vafasama titil.
Einn ágætur maður ávarpaði unga konu afskaplega vinalega og það þótt lærdómsmanninum tákn um kvenfyrirlitningu að hætti fasista. Glaður í bragði kvaðst hann geta hankað við eitt atriði í viðbót, til að fylla kvótann.
Hafandi kynnst aðferðafræði eins af helstu ráðgjöfum Samfylkingarinnar í leit að sannleikanum, þá er auðvelt að skilja kosningaúrslitin sl. vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)